MariCell® XMA

MariCell® XMA

MariCell XMA er íslenskt húðmeðhöndlunarefni þróað af Dr. Baldri Tuma Baldurssyni húðsjúkdómalækni og er framleitt á Ísafirði.

MariCell Xma er sérþróað til meðhöndlunar á aumri, rauðri, bólginni húð og einkennum exems. MariCell Xma inniheldur mOmega3™ fjölómettaðar fitusýrur og byggir á íslenskri einkaleyfavarinni tækni.

MariCell XMA fæst í apótekum Íslandi.

MariCell™ XMA inniheldur mOmega3™ sem unnið er úr sjávarfangi og inniheldur m.a. EPA og DHA fitusýrur sem viðhalda heilbrigði fylliefnis húðarinnar. Sjá nánari upplýsingar hér að neðan um fylliefni húðarinnar.

Reynslusögur notenda

Elí Friðbertsson, framkvæmdastjóri Tryggingamiðlunar Íslands segir frá því hvernig notkun á MariCell XMA hefur hjálpað honum gegn einkennum exems. Elí hefur verið með exem frá eins árs aldri og notar MariCell eingöngu á andlit.

Um MariCell XMA

MariCell™ XMA er einstaklega virkt húðmeðhöndlunarefni sem er sérþróað til meðhöndlunar á aumri, rauðri, bólginni húð og einkennum exems. Kremið inniheldur mOmega3™ fjölómettaðar fitusýrur og byggir á íslenskri einkaleyfavarinni tækni.

Hvað gerir MariCell XMA?

  • Slakar á húðinni og eykur fyllingu
  • Meðhöndlar auma, rauða og bólgna húð
  • Dregur úr kláða
  • Sefar húð

Notkun MariCell XMA

  • Berið á kvölds og morgna á húð til meðhöndlunar. 
  • Hentar til meðhöndlunar á aumri, rauðri og bólginni húð með kláða
  • Hentar til meðhöndlunar á einkennum húðbólgu og exems.

Vatnsheldni húðarinnar

Við vissar aðstæður verður húð líkamans rauð, þurr og bólgin. Þetta gerist t.d. á höndunum, handarkrika, hnésbótum og á öðrum stöðum líkamans. Stundum er ofnæmi fyrir utanaðkomandi efnum ástæða þessa viðbragðs líkamans sem lýsir sér í auknu gegndræpi húðarinnar. Ástæða þessa aukna gegndræpis er að bil skapast á milli frumnanna í millifrumulaginu og húðin hættir að vera vatnsheld. Þá missir húðin raka og aðskotaefni eiga greiðari leið inní húðina sjálfa. Aðskotaefnin geta svo valdið bólgum og ertingu. Erting húðar sem er viðkvæm fyrir exemi gerir hana rauða, bólgna og viðkvæma. MariCell Xma er sérstaklega þróað til að sefa húð sem er viðkvæm fyrir exemi og til að minnka kláða.

Dæmi um verkun MariCell XMA

XMA-Dagur-1
XMA-Dagur-14
XMA-Dagur-30

Hið mikilvæga fylliefni

Efsta lag húðarinnar (hyrnislag) er búið til úr 15–20 lögum af frumum. Neðstu frumur húðarinnar eru lifandi, en eftir því sem ofar dregur þorna frumurnar, deyja og mynda hyrnislag. Á milli þurru frumnanna er fylliefni, sem er ríkt af fitusýrum. Fitusýrurnar halda hyrnislaginu mjúku og vatnsheldu. Undir ákveðnum kringumstæðum rýrnar fylliefnið þannig að hyrnislagið opnast og hin lifandi húð missir frá sér raka sem getur t.d. valdið því að húðin bólgnar og verður þrútin og rauð. Viðbrögðin við þessu er að nýmyndun á hyrnislagi er gölluð og vítahringur gallaðs hyrnislags og bólgu hefst. Oftast eiga þessi viðbrögð sér stað á höndum, holhönd og hnésbótum, en einnig á öðrum stöðum. mOmega3 fitusýrurnar endurmynda og styrkja fylliefnið milli frumnanna. Erting húðar sem er viðkvæm fyrir exemi gerir hana rauða, bólgna og viðkvæma. MariCell Xma er sérstaklega þróað til að sefa húð sem er viðkvæm fyrir exemi og til að minnka kláða.

MariCell XMA eru án parabena, stera og vaxtarþátta.

Með ávísun læknis greiða Sjúkratryggingar Íslands hluta kostnaðarins.

Aðrar MariCell vörur

Maricell - Fótakrem - sprungnir hælar - húðvara

MariCell Footguard

Maricell Pshoria - Sóriasis krem - hreistruð húð

MariCell Psoria

Maricell, Smooth, Húðnabbar, Inngróin hár, rakstursbólur

MariCell Smooth