MariCell® Smooth

MariCell® Smooth

MariCell Smooth er íslenskt húðmeðhöndlunarefni þróað af Dr. Baldri Tuma Baldurssyni húðsjúkdómalækni og er framleitt á Ísafirði.

MariCell Smooth er sérstaklega þróað fyrir húðnabba, þ.e. bólur á upphandlegg, lendum eða lærum sem og fyrir rakstursbólur og inngróin hár. Smooth inniheldur mOmega3™ fjölómettaðar fitusýrur og byggir á íslenskri einkaleyfavarinni tækni.

MariCell Smooth fæst í apótekum á Íslandi.

MariCell™ SMOOTH inniheldur þrjú efni sem vinna saman að því að slétta húðhnökra.
  • mOmega3™ sem unnið er úr sjávarfangi og inniheldur m.a. EPA og DHA fitursýrur sem húðin getur nýtt sér til að viðhalda heilbrigði fylliefnis húðarinnar.
  • Ávaxtasýra (10%) mýkir húðhnökra þannig að auðveldara verður að nudda þá af. Sýran minnkar einnig líkur á inngrónum hárum.
  • Karbamíð (10%) gefur húðinni raka og eykur vatnsbindigetuhúðarinnar.

Um MariCell Smooth

MariCell™ SMOOTH er rakagefandi krem sérstaklega þróað fyrir húð með húðnabba (hárhnökra, rakstursbólur eða inngróin hár). MariCell Smooth inniheldur mOmega3™ fjölómettaðar fitusýrur og byggir á íslenskri einkaleyfavarinni tækni.

Hvað gerir MariCell Smooth?

  • Mýkir hárhnökra þannig að auðvelt verði að nudda þá af
  • Minnkar líkur á hárhnökrum og rakstursbólum
  • Er rakagefandi og eykur vatnsbindigetu húðarinnar

Notkun MariCell Smooth

  • Berið þunnt lag kvölds og morgna á það svæði húðar sem meðhöndla á.
  • Hentar til meðhöndlunar á húðnöbbum, m.a. hárnöbbum (keratosis pilaris) og inngrónum hárum/rakstursbólum (pseudofolliculitis).

Húðnabbar og inngróin hár

Algengast er að hárhnökrar myndist á upphandleggjum, lærum og lendum. Hárhnökrar eru oftast hvítir eða rauðir að lit og valda yfirleitt hvorki sársauka né kláða. MariCell Smooth slakar á húðinni, þannig að auðveldara verður fyrir líkamshár að vaxa uppúr hársekkjunum. Efnið mýkir einnig hárhnökra, þannig að auðveldara verður að nudda þá af eftir sturtu eða heit böð.

46999078_2100290006723418_1520650716090204160_n
Raksturbólur
Smooth, Maricell, rakstursbólur, húðvara, inngróið hár
Húðnabbar geta myndast af ýmsum ástæðum. Hárhnökrar (keretosis pilaris) myndast þegar hársekkir stíflast og rakstursbólur myndast þegar hár vex undir húð (pseudofolliculitis bartae). Efsta lag húðarinnar er meðal annars búið til úr próteini sem kallast keratín. Ef þetta lag er of þykkt/þurrt getur það hindrað vöxt agnarsmárra líkamshára uppúr hársekkjum. Afleiðingin er að lítil bunga eða hárhnörki, sem inniheldur hár og dauða húð, myndast á húðinni.
Smooth, Maricell, rakstursbólur, húðvara
Rakstursbólur geta bæði verið ljótar og sársaukafullar og verða til þegar skarpur nýrakaður hárendi vex inn í húðina. Rakstursbólur geta valdið örum, roða og bólgum. MariCell™ SMOOTH slakar á húðinni þannig að hún gefur betur eftir þegar hið nýrakaða hár vex.

MariCell Smooth eru án parabena, stera og vaxtarþátta.

Með ávísun læknis greiða Sjúkratryggingar Íslands hluta kostnaðarins.

mOmega3® tæknin

Efsta lag húðarinnar (hyrnislag) er búið til úr 15–20 lögum af frumum. Neðstu frumur húðarinnar eru lifandi, en eftir því sem ofar dregur þorna frumurnar, deyja og mynda hyrnislag. Á milli þurru frumnanna er fylliefni, sem er ríkt af fitusýrum. Fitusýrurnar halda hyrnislaginu mjúku og vatnsheldu. Undir ákveðnum kringumstæðum rýrnar fylliefnið þannig að hyrnislagið opnast og hin lifandi húð missir frá sér raka sem getur t.d. valdið því að húðin bólgnar, þykkist og hreistur myndast. Viðbrögðin við þessu er að nýmyndun á hyrnislagi er gölluð og vítahringur húðþykkingar og hreisturmyndunnar hefst. mOmega3 fitusýrurnar endurmynda og styrkja fylliefnið milli frumnanna.

Aðrar MariCell vörur

Maricell - Fótakrem - sprungnir hælar - húðvara

MariCell Footguard

Maricell, XMA, Exem, Exemkrem, krem

MariCell XMA

Maricell Pshoria - Sóriasis krem - hreistruð húð

MariCell Psoria