MariCell® Smooth
MariCell® Smooth
MariCell Smooth er íslenskt húðmeðhöndlunarefni þróað af Dr. Baldri Tuma Baldurssyni húðsjúkdómalækni og er framleitt á Ísafirði.
MariCell Smooth er sérstaklega þróað fyrir húðnabba, þ.e. bólur á upphandlegg, lendum eða lærum sem og fyrir rakstursbólur og inngróin hár. Smooth inniheldur mOmega3™ fjölómettaðar fitusýrur og byggir á íslenskri einkaleyfavarinni tækni.
MariCell Smooth fæst í apótekum á Íslandi.
- mOmega3™ sem unnið er úr sjávarfangi og inniheldur m.a. EPA og DHA fitursýrur sem húðin getur nýtt sér til að viðhalda heilbrigði fylliefnis húðarinnar.
- Ávaxtasýra (10%) mýkir húðhnökra þannig að auðveldara verður að nudda þá af. Sýran minnkar einnig líkur á inngrónum hárum.
- Karbamíð (10%) gefur húðinni raka og eykur vatnsbindigetuhúðarinnar.
Um MariCell Smooth
Hvað gerir MariCell Smooth?
- Mýkir hárhnökra þannig að auðvelt verði að nudda þá af
- Minnkar líkur á hárhnökrum og rakstursbólum
- Er rakagefandi og eykur vatnsbindigetu húðarinnar
Notkun MariCell Smooth
- Berið þunnt lag kvölds og morgna á það svæði húðar sem meðhöndla á.
- Hentar til meðhöndlunar á húðnöbbum, m.a. hárnöbbum (keratosis pilaris) og inngrónum hárum/rakstursbólum (pseudofolliculitis).
Húðnabbar og inngróin hár
Algengast er að hárhnökrar myndist á upphandleggjum, lærum og lendum. Hárhnökrar eru oftast hvítir eða rauðir að lit og valda yfirleitt hvorki sársauka né kláða. MariCell Smooth slakar á húðinni, þannig að auðveldara verður fyrir líkamshár að vaxa uppúr hársekkjunum. Efnið mýkir einnig hárhnökra, þannig að auðveldara verður að nudda þá af eftir sturtu eða heit böð.
MariCell Smooth eru án parabena, stera og vaxtarþátta.