Um MariCell®

Maricell er vara sérþróuð til að bæta raka húðarinnar

MariCell húðvörurnar framleiddar af Kerecis. Vörurnar eru þróaðar og framleiddar á Íslandi undir ströngu eftirliti TUV SUD og Lyfjastofnunar Þýskalands. Kerecis þróar, framleiðir og selur sáraroð sem notað er til meðhöndlunar á alvarlegum sárum. Þegar þróun stóð yfir á sáraroðinu var eftir því tekið hversu mikið heilbrigði húðarinnar umhverfis sárið batnaði. Rannsóknir leiddu í ljós að ástæða þess voru fitusýrurnar í roðinu og í kjölfar þess þróaði Kerecis mOmega3 tæknina sem er grunnurinn að MariCell vörulínunni. Íslenski húðsjúkdómalæknirinn Dr. Baldur Tumi Baldursson hefur svo þróað MariCell vörulínuna sem samanstendur af húðvörum fyrir fjölþætta húðkvilla. MariCell kremin innihalda hvorki stera né parabena og með ávísun læknis greiða Sjúkratryggingar Íslands hluta kostnaðar.

Hvernig virkar MariCell?

Kremin í MariCell vörulínunni innihalda mOmega3 fitusýrur og mismunandi magn af ávaxtasýrum og karbamíði. Efsta lag húðarinnar (hyrnislag) er samsett af dauðum húðfrumum. MariCell styrkir millifrumuefni hyrnislagsins. MariCell stuðlar einnig að lágu sýrustigi sem er æskilegt fyrir húðheilsu. Hægt er að líkja ysta lagi húðarinnar við múrsteina með steypu á milli. Múrsteinarnir eru frumur sem límdir eru saman með blöndu af fitu og próteinum. Þetta lím, sem kalla má millifrumuefni, er ríkt af fjölómettuðum fitusýrum og öðrum efnum. Fitusýrurnar halda hyrnislaginu mjúku og vatnsheldu. Undir ákveðnum kringumstæðum virkar millifrumuefnið illa þannig að frumurnar hrönglast upp á yfirborði húðarinnar. MariCell kremin koma í veg fyrir það.

Innihaldsefnin í MariCell

MariCell kremin innihalda þrjú efni í mismiklum magni, þessi efni vinna saman að því að auka heilbrigði millifrumuefnisins í efsta lagi húðarinnar:  

- Ávaxtasýrur mýkja efsta lag húðarinnar, flýta fyrir húðflögnun og auka gegndræpi húðarinnar þannig að mOmega3 fitusýrurnar og karbamíð eiga auðveldara með að smjúga inn (MariCell Xma inniheldur ekki ávaxtasýru)

- mOmega3® er unnið úr sjávarfangi og inniheldur meðal annars EPA og DHA fitusýrur sem húðin getur nýtt sér til að viðhalda heilbrigði millifrumuefnis í hyrnislagi húðarinnar

- Karbamíð sem gefur raka og eykur getu húðarinnar til að binda vatn. (MariCell Xma inniheldur ekki karbamíð)

Sjálfbær nýting náttúruafurða

Íslensk framleiðsla

Byggir á traustum vísindalegum grunni

Framleiðsla MariCell á Ísafirði

Saga MariCell

Síðan 2001

Síðan 2001
Íslenska fyrirtækið Kerecis er framleiðandi og söluaðili MariCell húðvaranna. Meginstefið í starfsemi Kerecis er hagnýting á náttúrulegum efnum sem styðja við endursköpun (e. regenerate) húðar og líkamsvefja. Tækni Kerecis byggir á traustum vísindalegum grunni og sjálfbærri notkun náttúrulegra hráefna m.a. roði og fitusýrum úr plöntum og fiski. Vörur fyrirtækisins eru einkaleyfaverndaðar og styðja náttúruleg lækningaferli líkamans og varnir. Fjölmargar vörur fyrirtækisins eru þegar á markaði og eru notaðar af tugum þúsunda sjúklinga árlega. Tæknin ver og endurmyndar líkamsvef og er notuð t.d. í meðhöndlun á sykursýkis- og bráðasárum, ásamt því að koma í veg fyrir smit. Hlutverk Kerecis er að styðja náttúruleg lækningaferli líkamans og varnir þannig að við lifum lengur og betur. Framtíðarsýn Kerecis er að beisla á sjálfbæran máta hæfileika náttúrunnar til þess að verja og endurmynda líkamsvef og vera í farabroddi á því sviði á heimsvísu. Einkunnarorð Kerecis eru forvitni, heilindi og samkennd.

Fegurðin felst í heilbrigðinu

mOmega3® tæknin

Efsta lag húðarinnar (hyrnislag) er búið til úr 15–20 lögum af frumum. Neðstu frumur húðarinnar eru lifandi, en eftir því sem ofar dregur þorna frumurnar, deyja og mynda hyrnislag. Á milli þurru frumnanna er fylliefni, sem er ríkt af fitusýrum. Fitusýrurnar halda hyrnislaginu mjúku og vatnsheldu. Undir ákveðnum kringumstæðum rýrnar fylliefnið þannig að hyrnislagið opnast og hin lifandi húð missir frá sér raka sem getur t.d. valdið því að húðin bólgnar, þykkist og hreistur myndast. Viðbrögðin við þessu er að nýmyndun á hyrnislagi er gölluð og vítahringur húðþykkingar og hreisturmyndunnar hefst. mOmega3 fitusýrurnar endurmynda og styrkja fylliefnið milli frumnanna.

Vörurnar okkar

Maricell - Fótakrem - sprungnir hælar - húðvara

MariCell Footguard

MariCell_Psoria_1069x2118

MariCell Psoria

MariCell_Smooth_1069x2118

MariCell Smooth

MariCell_XMA_1069x2118

MariCell XMA