MariCell® handsótthreinsir

MariCell® handsótthreinsir

MariCell handsótthreinsirinn er þróaður af Dr. Baldri Tuma Baldurssyni húðsjúkdómalækni og er framleiddur á Ísafirði. MariCell handsótthreinsirinn meðhöndlar rauðar, þurrar, sprungnar og sárar hendur, eftir ítrekaðan handþvott og sótthreinsun. Þegar sótthreinsirinn er borinn á húð gufar alkóhólið upp og eftir situr filma sem meðhöndlar sára húð.

75% Alkóhól. Inniheldur Viruxal® (olíusýra, palmitinsýra, linósýra, sterinsýra)

MariCell handsótthreinsir fæst í apótekum á Íslandi.

Um MariCell handsótthreinsi

Sótthreinsar og meðhöndlar rauðar, þurrar, sprungnar og sárar hendur, eftir ítrekaðan handþvott og sótthreinsun með hefðbundnum sótthreinsi.

Fyrir hvað er MariCell handsótthreinsir?

  • Sótthreinsar hendur
  • Græðir húð á höndum
  • Mýkir og endurnærir húð á höndum
  • Hefur örveruhemjandi eiginleika 

Notkun MariCell handsótthreinsis

  • Til sótthreinsunar
  • Á þurrar, sprungnar og sárar hendur
  • Til að koma í veg fyrir að örverur setjist á hendur
  • Sprautið ríflegu magni í lófann og nuddið vel yfir báðar hendurnar

Virkni MariCell handsótthreinsis

Hönd og hreinsir 2
MariCell handsótthreinsirinn inniheldur Viruxal® fitur og með regluleg notkun hans viðhelst fitulag húðar og kemur þannig í veg fyrir ofangreind einkenni sem myndast þegar fitulagið minnkar. Engin ilmefni eru í MariCell handsótthreinsinum. Viruxal® er græðandi, mýkjandi og örveruhemjandi. Alkóhólið sótthreinsar húðina og þegar alkóhólið gufar upp sitja olíurnar úr Viruxal eftir á húðinni með mýkjandi, græðandi og örveruhemjandi eiginleika sína.
IMG_2180

Reynslusögur notenda

Guðrún Stefánsdóttir er 65 ára og hefur starfað sem tannfræðingur í 34 ár. Hún hefur unun af allri útivist og aðhyllist allt sem tengist eiturefnalausum lífsstíl. Að vinna sem tannfræðingur útheimtir mikinn handþvottur og mikla notkun á hönskum og handspritti. Eftir að Covid-19 hófst jókst notkun hennar á handspritti mikið, bæði í og utan vinnu. Guðrún notaði allskonar handspritt og var eins og svo margir farin að finna fyrir handþurrki. "Ég kynntist MariCell handsótthreinsunum fyrir tilviljun og fannst strax að þessi vara væri einhvern vegin allt öðruvísi en annað handspritt. Mér fannst eins og þetta nærði hendur mínar, meira eins og handáburður. Ég tel að handspritt sé komið til að vera, því vel ég vöru sem mér finnst næra um leið og það sótthreinsar. Ég vel MariCell handsótthreinsinn fyrir mig."

Viruxal® tæknin

Viruxal samanstendur af einkaleyfavörðum filmumyndandi fitusýrum sem eru jákvætt og neikvætt hlaðnar. Filman ver jafnframt og mýkir ysta lag húðarinnar. Hleðsla fitusýranna stuðlar að niðurbroti örvera. Viruxal fitusýrurnar eru bakteríu- og vírushemjandi og hafa verið notaðar í Viruxal nef- og munnúðum sem þróaðir eru til að hindra veirusýkingar í nefi og munni. Sjá nánar um virknina á  www.Viruxal.com
sharon-mccutcheon-S-NrwbUgNrU-unsplash_low resII
Við of mikið álag á hendur, t.d. við mikinn handþvott og handsprittun getur húðin orðið rauð, þurr og sprungin. Á höndum höfum við náttúrulega innbyggða vörn sem er m.a. gerð úr fitulagi.  Fitulagið ver húðina gegn utan að komandi áreiti. Vatn, sápa og spritt minnka þetta fitulag og þegar hendur eru þvegnar og sprittaðar oft á dag eyðist fitulagið. Húðin verður þá rauð, þurr, hreistruð og sprungin og fólk finnur fyrir sviða og kláða. Þetta eru fyrstu einkenni handarexems. Ilmefni geta einnig haft ertandi áhrif á húðina og gert hana enn verri.
8I3A3408
MariCell handsótthreinsirinn hefur tvíþætta verkun: Hann sótthreinsar hendurnar og viðheldur fitulagi húðarinnar sem kemur í veg fyrir að lófarnir þorni.
Geymið MariCell handsótthreinsinn við lægri hita en 25 gráður en þó ekki í kæli. Geymið þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Einungis til notkunar útvortis. Varist að efnið berist í augu.

Aðrar MariCell vörur

58427704_xma_v2

MariCell XMA

58427704_psoria_v2

MariCell Psoria

58427704_smooth_v3

MariCell Smooth

58427704_footguard_v2

MariCell Footguard